Fréttir

05 13. 2019

Nýr kjarasamningur - atkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning okkar við Samtök atvinnulífsins.
Meðal nýjunga er stytting vinnuvikunnar, yfirvinna 1 og 2, krónutöluhækkanir og taxtabreytingar.

Hvað FTR félaga varðar er einnig mikilvægur sérkafli í fyrsta skipti um tæknistörf. Þrjú hæfniþrep skilgreind fyrir tæknistörf og þeim sett lámarkslaun sem munu ef samningar verða samþykktir gilda fyrir allt tæknifólk sem ekki heyrir til annarra sérsamninga.
Einnig er gildissvið samningsins uppfært og skýrt svo ekki sé vafi á að hann er almennur samningur fyrir tæknistörf í upplýsingatækni, skapandi greinum og miðlun.

Hægt er að greiða atkvæði um samninginn hér og kynna sér efni hans:
http://rafis.is/frettir-fra-2019/2155-atkvaedhagreidhsla