Aalfundur2019 vefur

Sameining FTR og FSK

 

Kosning um sameiningu FTR og FSK.


 

Ágætu félagar.

Á síðasta aðalfundi Félags tæknifólks í rafiðnaði (FTR) var samþykkt að fara í atkvæðagreiðslu um sameiningu tveggja félaga innan RSÍ, okkar félags (FTR) og Félags sýningarmanna í kvikmyndahúsum (FSK). 

Þessari atkvæðagreiðslu á að verða lokið fyrir aðalfund FTR 2019.

Í þessari atkvæðagreiðslu þá þarf að samþykkja tillöguna með 2/3 hluta greiddra atkvæða.

Smella hér til að kjósa

Vonast stjórnin eftir góðri þáttöku í atkvæðagreiðslunni .

F.h. stjórnar FTR

Jakob Tryggvason formaður. 

 

rafidnadarsambandid

Ályktun um græðgina!

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands skorar á stjórnir fyrirtækja á Íslandi að tryggja jarðbindingu og skynsemi í launamálum æðstu stjórnenda og leiðrétti, þar sem við á, launakjör stjórnenda niður á við þannig að launakjörin séu í samræmi við það sem tíðkast á almennum vinnumarkaði, hjá hinu venjulega fólki.

Miðstjórn RSÍ skorar á lífeyrissjóði landsins að taka höndum saman og hreinsa út úr stjórnum fyrirtækja þá aðila sem hafa ekki staðið við þessi grundvallaratriði í rekstri fyrirtækja og tryggja jöfnuð allra starfsmanna. 

Kaupaukakerfi sem skilar eingöngu efsta lagi fyrirtækis bónusgreiðslum eiga ekki við á Íslandi! Sé stillt upp hófstilltum kaupaukakerfum skal ætíð tryggja að góður rekstur fyrirtækja skili sér með nákvæmlega sama hætti til allra starfsmanna en þó helst þannig að þær vinnandi hendur sem skapa verðmætin, hinn venjulegi starfsmaður, njóti beins ávinnings erfiðisins!

Það er kominn tími til þess að landsmenn beiti hörku sinni í gegnum okkar sameiginlegu sjóði og losum okkur við gráðuga einstaklinga úr stjórnum fyrirtækja sem virðast oft á tíðum hafa tapað allri skynsemi.

Frétt af heimasíðu Rafiðnaðarsambands Íslands!